Við heitum Þórdís og Jóhanna og höldum úti hlaðvarpinu Morðskúrinn.
Morðskúrinn hófst árið 2020 þegar við fengum þá hugmynd að gera eitthvað skemmtilegt sem við höfðum báðar áhuga á. Við létum verða að þessari hugmynd okkar með að stofna hlaðvarp, keyptum græjur og tókum upp okkar fyrsta þátt á stofugólfinu, alveg ómeðvitaðar um það hvert við stefndum. Fyrst og fremst finnst okkur þetta ótrúlega skemmtilegt, og enn skemmtilegra þegar þið fóruð að hlusta á okkur og gefa okkur pepp. Í dag höfum við gefið út meira en 400 þætti, bæði í opinni dagskrá og í áskrift en erum hvergi nærri hættar.